Fjórða bloggfærsla, í þetta sinn um nöfn, starfsheiti og póstföng

Email Oft hef ég velt því fyrir mér varðandi starfsheiti í hinum þessum geirum að oft er verið að fegra hlutina. Ræstitæknir er slíkt orð, viðskiptastjóri er voða fínt nafn yfir sölumenn þó sölumaður stjórni nú litlu, fulltrúavæðing er líka eitthvað sem maður sér í sífellu nú orðið.
Annar hver maður er fulltrúi, eitt árið vann ég hjá Landssímanum, ég vildi borga í ákveðið stéttarfélag sem var eiginlega ómögulegt, þrátt fyrir frjálsa félaga aðild, á endanum var það leyst með að gera mig að fulltrúa, þá var það lítið mál að redda þessu, fyrir vikið hækkaði ég meira segja um nokkrar krónur í launum, var ekki að fara fram á það en fékk það samt með breyttu starfsheiti.

Það er líka oft málið yfir þessum starfsheitum, sér í lagi í bönkum, þar er 3/4 starfsmanna liggur við titlaðir sem sérfræðingar. Kemur sjaldan fram í hverju þeir eru sérfræðingar, en þeir eru það nú samt. Er þetta gert svo hægt sé að borga þessu fólk almennileg laun. Það er nefnilega hægt að borga sérfræðingum liggur við hvað sem er í vissum geirum þar sem farið er eftir strangri launatöflu. Bara hið besta mál held ég. Man ég líka eftir því að eitt sumarið vann ég á spítala, þar var svaðalega stanpínukeppni í gangi.
Sér í lagi meðal óbreyttra starfsmanna, ég hitti ógurlega mikið af fólk sem var sjálfstitlað Sérhæður starfsmaður, sérverkefnalausnir og meira til. Afhverju segji ég sjálftitlaðir? jú málið var að manni var úthlutað spjaldi og síðan fylltiru það út og settir í brjóstvasann þinn, það var ekkert útprenntað með og plastað inn líkt og í dag.
Þetta þótti mér agarlega skondið og fyrir vikið, þar sem ég starfaði í apótekinu og sá um að dreifa lyfjum, saltvatni og öðrum lausnum inná deildir gat ég ekki annað en titlað mig sem Druglord. Engin sagði neitt, ég vann þarna í nokkra mánuði sem druglord og ég heyrði ekki múkk.

Ég var líka að fá veður af því, sem er nú ótengt þessu rausi mínu fyrir ofan, að kerfisstjórar (IT-hluti) eins bankans eru oft í vanda með búa til póstföng á starfsmenn og hafa komið sér upp um nýja nafnareglu. Nú verða öll netföng 9 stafa. Það verður þannig gert að fyrstu 3 stafir úr fornafni verða notaðir, svo fyrstu 3 stafirnir úr föður- eða ættarnafni og þá fyrstu 3 stafirnir úr starfsheiti starfsmannsins. Væntanlega vera margir "Sér" á báti þar.
Hvernig verður þá póstfangið hjá Rúnari Karlsyni, Sérfræðingi ritað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband