Önnur bloggfærslan, nú um álver

Tjaaaa hvað skal segja??? Annað en það að heitasta málið þessa dagana er kosningin um framtíðarskipulag Hafnarfjarðar. Flestir láta þetta nú snúast um hvort Álver eitt skuli stækka eða starfa í óbreyttri í mynd í 6 til 16 ár hið minnsta áfram.

Þar sem ég er kominn af merkum stofni Hafnfirðinga(sem komu af Siglfirðinga-Síldarperrum, Snæfellsnes-snærisþjófum og öðrum krummahornum) og bý í þessum merka bæ þá hef ég þær skyldur að kynna mér þetta mál. Það sem flækir málið er að stofninn sem ég er komin af í föðurætt hefur ávallt verið við þetta téða álver kennt. Faðir minn vinnur þar, faðir hans vann þar síðustu starfsár sín og synir hans allir sem eru 3 að meðtöldum föður mínum, vinna allir þarna í dag. Fyrir vikið heyrir ég oft heyrt frekar einlitaðar skoðanir í kringum þessi skyldmenni mín um þetta framtíðarskipulag.

Hef ég þó reynt að vera hlutlaus og nálgast þetta mál á mínum forsendum. Eitt sem flækir málið enn frekar er það að ég er iðnmenntaður. Þetta skipulag mun styrkja iðnað í landinu og þó það tengist mínum iðnaði lítið þá er afar erfit fyrir mig að taka afstöðu á móti, því ég auðvitað ber hag iðnaðar fyrir brjósti hvert sem ég fer, annað væri bara hræsni.

Nú þegar ég er búin að koma þessum formála frá mér er ekki úr vegi að byrja póstinn á mínum skoðunum um þessa áróðursmaskinur sem eru í gangi frá báðum áttum.

Stækkunarsinnar hafa beitt þeirri taktík að segja að allt fari norður og niður ef ekki af verður. Einnig hafa þeir tæpt á því að lífið sé gott í hinum hýra Hafnarfirði en það muni vera "æðisgengið" á næstu árum og til frambúðar ef álver fengi að stækka. Ef ekki af verður muni ástandið versna til muna.

Andstæðingar stækkunar hafa líka beitt þeirri taktík að allt fari norður og niður ef stækkað verði. Þeir minnast líka ávallt á aukna mengun sem mun fylgja þessu. Hafa þeir tæpt á sjón, loft og sálarteturs mengun muni blasa við öllum íbúum Hafnarfjarðar ef stækkað yrði. Líka tala um að byggð muni ekki vaxa og fyrir vikið mun bæjarfélagið standa í um 25þús manna byggð um örófi alda.

 Stutt samantekt og örlítið dash af russa-kryddi með svo þetta gæti passað sem söguþráður í næstu hasarmynd í Bæjarbíó í þessari samantekt.  Ég hef skoðað þetta og hef því skoðun á málinu. Fyrir það fyrsta mun byggðaþróun í Hafnarfirði ekki leggjast af, næsta hverfi sem á byggjast mun vera Hamranes-hverfi, að mér skillst. Fyrir þá sem það ekki þekkja má segja að byggð muni stækka með fram Krísuvíkurvegi. Þar er reyndar tengivirki fyrir, sem mér skillst að eigi að láta minnka og færa til. Þetta þýðir væntanlega að byggð kemur til með að þróast frá álverinu. Ef álver færi þá er ég ekki að sjá þá sem eru á móti því vilja búa á lóð þess, ég veit ekki um neinn mann sem hefur áhuga að búa á lóð Áburðrarverksmiðjurnar, sem er nokkuð sambærilegt mál í hugsun. Byggðin mun þróast í átt að Hamranesi hvort sem er.

Síðan má líka nefna það að land Hafnarfjarðar nær nú ekki það langt suður eftir að álverslóðinni lýkur að hyggilegt sé að byggja það íbúðabyggð, það er óstjórnlega ókúl að aka inní bæ, svo eftir 1km akstur ferðu inní iðnaðarhverfi, 2km síðar ertu aftur kominn í íbúðabyggð. Allavega er ýjað að þessu þó það muni aldrei verða. Andstæðingar verða líka gera sér grein fyrir einu, þeir hafa bent oftar en ekki á lækkandi húsnæðisverð á Völlunum, með þessum skæruhernaði sínum sem þeir af staðið fyrir verða þeir að gera sér grein fyrir því að þeir eru að kjafta verðið niður á þessum stað, ekki að álverið sé þarna(það var þarna þegar fólkið flutti þarna á annað borð). Fyrr má nú kasta steinum úr glerhúsi.

Það má nú svosem alveg sjá það auðveldlega á mínum skrifum og högum að ég er meðfylgjandi stækkun. Finnst þessi umræða oft vera á villgötum. Hef nú reynt að rökræða við andstæðinga og oftast er viðmót þeirra að ég eigi að hlusta og meðtaka rök þeirra, ekkert mál að hlusta annað mál að meðtaka, en síðan þegar ég kem rök ámóti þá er ég ekki marktækur.  Þetta er oft með fólk sem er móti iðnaði og telja sig vera umhverfissinna og talar máli þess, að það heldur að það megi troða röksemdum sínum útum allt en um leið og einhver kemur með mótrök þá skal ekki hlustar heldur gasprað um að sá maður/samtök séu kjánar og ekki eigi á þá hlusta.  Sé núna að þessi færsla er soldið úr einu í annað, en látum það duga samt sem áður.

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband