Fyrsta bloggfærslan

Hef ákveðið að virkja aðgang á þessu mogga-bloggi.

Ástæðurnar eru tvær: 

1.  Ég nenni ekki að þurfa að samþykkja einhver email og slíkt rugl þegar ég er að kommenta á misgáfulegar færslur eða komment annara hér innan blog.is heimsins

2. Nú hef ég náð merkum áfanga í lífinu, ég er ekki lengur á þrítugsaldri heldur fór ég yfir hann í morgun og er því kominn á fertugsaldurinn. Einhverjir vilja væntanlega meina að þetta hafi gerst fyrir ári síðan en síðan ég lærði að telja hefur hver talning uppí næsta tug ávallt hafist á tölunni einn, samanber 1, 11, 21, 31, 41, 51 og svo framvegis.  Þetta gefur því til kynna að ég hafi orðið 31 árs í dag

 

Over and out 

ps. nafnið mitt hér, russi, er ekki tákn um það að ég sé Rússi, sé hrifin af rússum eða þeirra menningu. Þetta er skammstöfum á nafni mínu, best að leiðrétta það bara strax. 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Brynjólfsdóttir

Stolt að vera fyrst til að segja til hamingju með afmælið hér á bloginu þínu. Enda hefur þú eytt óteljandi mörgum stundum samtals í gegnum árin í að skamma mig fyrir að muna aldrei eftir afmælinu þínu. ( hefði ekki munað eftir því fyrr en eftir svona 2 vikur ef að þú hefðir ekki minnst á það sjálfur)

EN TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ, ÞÚ ERT ORÐINN GAMALL...

Jónína Brynjólfsdóttir, 28.3.2007 kl. 13:20

2 Smámynd: Rauða Ljónið


Til Hamingju með daginn megi framtíðin vera þér gæfurík.

Kv, Ungi maðurinn

Rauða Ljónið, 28.3.2007 kl. 16:50

3 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Sælir og til hammó með ammlið um daginn.

Jú ég VAR á Bifröst en er núna í hinum rómantíska háskóla sem kenndur er við Reykjavík

Margrét Elín Arnarsdóttir, 30.3.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband