Færsluflokkur: Menning og listir

Þriðja bloggfærsla, nú um glímu

Glímt á Bessastöðum Á laugardaginn næsta mun fara fram baráttan um Grettisbeltið og Freyjumenið, baráttan fer fram í Félagsheimili Þróttar í Laugardal í Reykjavík. Ég á góðan vin sem keppir þarna sem er í efsta sæti heimslistans í þessari íþrótt, reyndar er hann ekki Grettisbelts-hafi. Missti hann beltið óvænt í fyrra í hendur Jón Birgis, sem er formaður GLÍ.

Ég er ekki í nokkrum vafa að minn maður, Pétur Eyþórsson, muni hrifsa beltið til baka núna, hann var niðurbrotin eftir mótið í fyrra eftir að hafa tapað úrslitaglímunni, eitthvað sem fáir áttu von á.

Það sem mér þykir leiðinlegt er að ég kemst ekki á mótið í ár og get því ekki stutt hann, því ákalla ég lesendur þessa vefseturs að mæta og styðja hann Pétur í þessu, þeir eru tveir víst sem bera þetta nafn í ár, minn maður er sá sem er í ljótari búningum(sumir eru á því að allir þessi búningar sjú ljótir, en trúið mér hans er ljótastur enda KR-búningur).

Mótið hefst kl 13 á því að estrógenin munu keppa um men Freyju, að því loknu koma tetrógenin og keppa um belti Grettis. Mín spá um niðurröðun er þessi:

1. sæti Pétur Eyþórsson - KR

2. sæti Stefán Geirsson - HSK

3. sæti Ólafur Oddur Sigurðsson - HSK

4. sæti Jón Smári Eyþórsson - HSÞ

5. sæti Jón Birgir Valsson - KR

6. sæti Pétur Þórir Gunnarsson - HSP

7. sæti Stígur Berg Sophusson - Hörður

Hugsanlegt er að Jón Birgir komi sterkur til baka núna og toppi aftur líkt og í fyrra og hrifsi 2-3 sæti og munu þá aðrir færast niður. Ég treysti mér ekki til að spá um niðurröðun keppanda um Freyjumenið en tel að Svana Hrönn Jóhannsdóttir - GFD muni taka menið, systir hennar Sólveig gæti líka verið spræk í þetta.

ps. Ég býst nú við að andstæðingar stækkunar álvers muni vera með fjöldamótmæli þarna fyrir framan mótstað, í ljósi þess að Alcan styrkir GLÍ og hefur reyndar gert það í fjölda ára og þar af leiðandi hlýtur þetta að vera slæmt og íllur gjörningur að stunda þessa þjóðaríþrótt


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband