Við vitum að múrinn sést ekki frá tunglinu...

... og hvað þá frá sporbaugum jarðar nema þá helst þeim sem næstir eru.

Það sem gleður mig mest við myndskeðið við þessa frétt er nafn fréttasnápsins sem flytur fréttina frá Reuters, gat ekki betur heyrt en að sjálfu Spidermann eigi þessa frétt


mbl.is Kínamúrinn lengri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá ekki Vista bara málið?

Eða allavega Windows XP
mbl.is Rússneska mafían ógnar Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórða bloggfærsla, í þetta sinn um nöfn, starfsheiti og póstföng

Email Oft hef ég velt því fyrir mér varðandi starfsheiti í hinum þessum geirum að oft er verið að fegra hlutina. Ræstitæknir er slíkt orð, viðskiptastjóri er voða fínt nafn yfir sölumenn þó sölumaður stjórni nú litlu, fulltrúavæðing er líka eitthvað sem maður sér í sífellu nú orðið.
Annar hver maður er fulltrúi, eitt árið vann ég hjá Landssímanum, ég vildi borga í ákveðið stéttarfélag sem var eiginlega ómögulegt, þrátt fyrir frjálsa félaga aðild, á endanum var það leyst með að gera mig að fulltrúa, þá var það lítið mál að redda þessu, fyrir vikið hækkaði ég meira segja um nokkrar krónur í launum, var ekki að fara fram á það en fékk það samt með breyttu starfsheiti.

Það er líka oft málið yfir þessum starfsheitum, sér í lagi í bönkum, þar er 3/4 starfsmanna liggur við titlaðir sem sérfræðingar. Kemur sjaldan fram í hverju þeir eru sérfræðingar, en þeir eru það nú samt. Er þetta gert svo hægt sé að borga þessu fólk almennileg laun. Það er nefnilega hægt að borga sérfræðingum liggur við hvað sem er í vissum geirum þar sem farið er eftir strangri launatöflu. Bara hið besta mál held ég. Man ég líka eftir því að eitt sumarið vann ég á spítala, þar var svaðalega stanpínukeppni í gangi.
Sér í lagi meðal óbreyttra starfsmanna, ég hitti ógurlega mikið af fólk sem var sjálfstitlað Sérhæður starfsmaður, sérverkefnalausnir og meira til. Afhverju segji ég sjálftitlaðir? jú málið var að manni var úthlutað spjaldi og síðan fylltiru það út og settir í brjóstvasann þinn, það var ekkert útprenntað með og plastað inn líkt og í dag.
Þetta þótti mér agarlega skondið og fyrir vikið, þar sem ég starfaði í apótekinu og sá um að dreifa lyfjum, saltvatni og öðrum lausnum inná deildir gat ég ekki annað en titlað mig sem Druglord. Engin sagði neitt, ég vann þarna í nokkra mánuði sem druglord og ég heyrði ekki múkk.

Ég var líka að fá veður af því, sem er nú ótengt þessu rausi mínu fyrir ofan, að kerfisstjórar (IT-hluti) eins bankans eru oft í vanda með búa til póstföng á starfsmenn og hafa komið sér upp um nýja nafnareglu. Nú verða öll netföng 9 stafa. Það verður þannig gert að fyrstu 3 stafir úr fornafni verða notaðir, svo fyrstu 3 stafirnir úr föður- eða ættarnafni og þá fyrstu 3 stafirnir úr starfsheiti starfsmannsins. Væntanlega vera margir "Sér" á báti þar.
Hvernig verður þá póstfangið hjá Rúnari Karlsyni, Sérfræðingi ritað?


Þriðja bloggfærsla, nú um glímu

Glímt á Bessastöðum Á laugardaginn næsta mun fara fram baráttan um Grettisbeltið og Freyjumenið, baráttan fer fram í Félagsheimili Þróttar í Laugardal í Reykjavík. Ég á góðan vin sem keppir þarna sem er í efsta sæti heimslistans í þessari íþrótt, reyndar er hann ekki Grettisbelts-hafi. Missti hann beltið óvænt í fyrra í hendur Jón Birgis, sem er formaður GLÍ.

Ég er ekki í nokkrum vafa að minn maður, Pétur Eyþórsson, muni hrifsa beltið til baka núna, hann var niðurbrotin eftir mótið í fyrra eftir að hafa tapað úrslitaglímunni, eitthvað sem fáir áttu von á.

Það sem mér þykir leiðinlegt er að ég kemst ekki á mótið í ár og get því ekki stutt hann, því ákalla ég lesendur þessa vefseturs að mæta og styðja hann Pétur í þessu, þeir eru tveir víst sem bera þetta nafn í ár, minn maður er sá sem er í ljótari búningum(sumir eru á því að allir þessi búningar sjú ljótir, en trúið mér hans er ljótastur enda KR-búningur).

Mótið hefst kl 13 á því að estrógenin munu keppa um men Freyju, að því loknu koma tetrógenin og keppa um belti Grettis. Mín spá um niðurröðun er þessi:

1. sæti Pétur Eyþórsson - KR

2. sæti Stefán Geirsson - HSK

3. sæti Ólafur Oddur Sigurðsson - HSK

4. sæti Jón Smári Eyþórsson - HSÞ

5. sæti Jón Birgir Valsson - KR

6. sæti Pétur Þórir Gunnarsson - HSP

7. sæti Stígur Berg Sophusson - Hörður

Hugsanlegt er að Jón Birgir komi sterkur til baka núna og toppi aftur líkt og í fyrra og hrifsi 2-3 sæti og munu þá aðrir færast niður. Ég treysti mér ekki til að spá um niðurröðun keppanda um Freyjumenið en tel að Svana Hrönn Jóhannsdóttir - GFD muni taka menið, systir hennar Sólveig gæti líka verið spræk í þetta.

ps. Ég býst nú við að andstæðingar stækkunar álvers muni vera með fjöldamótmæli þarna fyrir framan mótstað, í ljósi þess að Alcan styrkir GLÍ og hefur reyndar gert það í fjölda ára og þar af leiðandi hlýtur þetta að vera slæmt og íllur gjörningur að stunda þessa þjóðaríþrótt


Önnur bloggfærslan, nú um álver

Tjaaaa hvað skal segja??? Annað en það að heitasta málið þessa dagana er kosningin um framtíðarskipulag Hafnarfjarðar. Flestir láta þetta nú snúast um hvort Álver eitt skuli stækka eða starfa í óbreyttri í mynd í 6 til 16 ár hið minnsta áfram.

Þar sem ég er kominn af merkum stofni Hafnfirðinga(sem komu af Siglfirðinga-Síldarperrum, Snæfellsnes-snærisþjófum og öðrum krummahornum) og bý í þessum merka bæ þá hef ég þær skyldur að kynna mér þetta mál. Það sem flækir málið er að stofninn sem ég er komin af í föðurætt hefur ávallt verið við þetta téða álver kennt. Faðir minn vinnur þar, faðir hans vann þar síðustu starfsár sín og synir hans allir sem eru 3 að meðtöldum föður mínum, vinna allir þarna í dag. Fyrir vikið heyrir ég oft heyrt frekar einlitaðar skoðanir í kringum þessi skyldmenni mín um þetta framtíðarskipulag.

Hef ég þó reynt að vera hlutlaus og nálgast þetta mál á mínum forsendum. Eitt sem flækir málið enn frekar er það að ég er iðnmenntaður. Þetta skipulag mun styrkja iðnað í landinu og þó það tengist mínum iðnaði lítið þá er afar erfit fyrir mig að taka afstöðu á móti, því ég auðvitað ber hag iðnaðar fyrir brjósti hvert sem ég fer, annað væri bara hræsni.

Nú þegar ég er búin að koma þessum formála frá mér er ekki úr vegi að byrja póstinn á mínum skoðunum um þessa áróðursmaskinur sem eru í gangi frá báðum áttum.

Stækkunarsinnar hafa beitt þeirri taktík að segja að allt fari norður og niður ef ekki af verður. Einnig hafa þeir tæpt á því að lífið sé gott í hinum hýra Hafnarfirði en það muni vera "æðisgengið" á næstu árum og til frambúðar ef álver fengi að stækka. Ef ekki af verður muni ástandið versna til muna.

Andstæðingar stækkunar hafa líka beitt þeirri taktík að allt fari norður og niður ef stækkað verði. Þeir minnast líka ávallt á aukna mengun sem mun fylgja þessu. Hafa þeir tæpt á sjón, loft og sálarteturs mengun muni blasa við öllum íbúum Hafnarfjarðar ef stækkað yrði. Líka tala um að byggð muni ekki vaxa og fyrir vikið mun bæjarfélagið standa í um 25þús manna byggð um örófi alda.

 Stutt samantekt og örlítið dash af russa-kryddi með svo þetta gæti passað sem söguþráður í næstu hasarmynd í Bæjarbíó í þessari samantekt.  Ég hef skoðað þetta og hef því skoðun á málinu. Fyrir það fyrsta mun byggðaþróun í Hafnarfirði ekki leggjast af, næsta hverfi sem á byggjast mun vera Hamranes-hverfi, að mér skillst. Fyrir þá sem það ekki þekkja má segja að byggð muni stækka með fram Krísuvíkurvegi. Þar er reyndar tengivirki fyrir, sem mér skillst að eigi að láta minnka og færa til. Þetta þýðir væntanlega að byggð kemur til með að þróast frá álverinu. Ef álver færi þá er ég ekki að sjá þá sem eru á móti því vilja búa á lóð þess, ég veit ekki um neinn mann sem hefur áhuga að búa á lóð Áburðrarverksmiðjurnar, sem er nokkuð sambærilegt mál í hugsun. Byggðin mun þróast í átt að Hamranesi hvort sem er.

Síðan má líka nefna það að land Hafnarfjarðar nær nú ekki það langt suður eftir að álverslóðinni lýkur að hyggilegt sé að byggja það íbúðabyggð, það er óstjórnlega ókúl að aka inní bæ, svo eftir 1km akstur ferðu inní iðnaðarhverfi, 2km síðar ertu aftur kominn í íbúðabyggð. Allavega er ýjað að þessu þó það muni aldrei verða. Andstæðingar verða líka gera sér grein fyrir einu, þeir hafa bent oftar en ekki á lækkandi húsnæðisverð á Völlunum, með þessum skæruhernaði sínum sem þeir af staðið fyrir verða þeir að gera sér grein fyrir því að þeir eru að kjafta verðið niður á þessum stað, ekki að álverið sé þarna(það var þarna þegar fólkið flutti þarna á annað borð). Fyrr má nú kasta steinum úr glerhúsi.

Það má nú svosem alveg sjá það auðveldlega á mínum skrifum og högum að ég er meðfylgjandi stækkun. Finnst þessi umræða oft vera á villgötum. Hef nú reynt að rökræða við andstæðinga og oftast er viðmót þeirra að ég eigi að hlusta og meðtaka rök þeirra, ekkert mál að hlusta annað mál að meðtaka, en síðan þegar ég kem rök ámóti þá er ég ekki marktækur.  Þetta er oft með fólk sem er móti iðnaði og telja sig vera umhverfissinna og talar máli þess, að það heldur að það megi troða röksemdum sínum útum allt en um leið og einhver kemur með mótrök þá skal ekki hlustar heldur gasprað um að sá maður/samtök séu kjánar og ekki eigi á þá hlusta.  Sé núna að þessi færsla er soldið úr einu í annað, en látum það duga samt sem áður.

  

 


Fyrsta bloggfærslan

Hef ákveðið að virkja aðgang á þessu mogga-bloggi.

Ástæðurnar eru tvær: 

1.  Ég nenni ekki að þurfa að samþykkja einhver email og slíkt rugl þegar ég er að kommenta á misgáfulegar færslur eða komment annara hér innan blog.is heimsins

2. Nú hef ég náð merkum áfanga í lífinu, ég er ekki lengur á þrítugsaldri heldur fór ég yfir hann í morgun og er því kominn á fertugsaldurinn. Einhverjir vilja væntanlega meina að þetta hafi gerst fyrir ári síðan en síðan ég lærði að telja hefur hver talning uppí næsta tug ávallt hafist á tölunni einn, samanber 1, 11, 21, 31, 41, 51 og svo framvegis.  Þetta gefur því til kynna að ég hafi orðið 31 árs í dag

 

Over and out 

ps. nafnið mitt hér, russi, er ekki tákn um það að ég sé Rússi, sé hrifin af rússum eða þeirra menningu. Þetta er skammstöfum á nafni mínu, best að leiðrétta það bara strax. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband